Undir 16 ára lið stúlkna leikur þessa dagana í B-deild Evrópumótsins í Podogorica í Svartfjallalandi. 

 

Fimm lið voru með Íslandi í riðli, Bretland, Grikkland, Makedónía, Svíþjóð og heimastúlkur frá Svartfjallalandi. Ísland hafnaði í fimmta sæti riðilsins og lék því gegn Bosníu um sæti 19 á mótinu. 

 

Íslenska liðið var undir í baráttunni í fyrri hálfleik og var undir þegar flautað var til hálfleiks. Algjörlega frábær seinni hálfleikur Íslands varð hinsvegar til þess að liðið náði að lokum í sannfærandi sigur 65-54 á fínu liði Bosníu. Seinni hálfleikinn vann Ísland 37-18 sem skóp klárlega góðan sigur. 

 

Hjördís Traustadóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu í dag. Skilaði 11 stigum, fjórum fráköstum og fimm stoðsendingum á þeim 33 mínútum sem hún spilaði. Helga Heiðarsdóttir var einnig öflug með 13 stig. 

 

Sigurinn þýðir að Ísland endar í 19 sæti mótsins. Leikur dagsins var sá síðasti hjá liðinu á mótinu og einnig síðasti yngri flokka landsleikur sumarsins hjá Íslandi. 

 

Tölfræði leiksins