Undir 18 ára drengjalið Íslands tapaði fyrr í dag fyrir Noregi í leik um 13.-16. sæti B-deildar evrópumótsins. Ísland mun því leika um 15. sæti keppninnar á morgun. 

 

Ísland byrjaði frábærlega og vann fyrsta leikhlutann 30-16. Noregur kom sér hægt og rólega aftur inní leikinn en Ísland hélt ekki uppi frammistöðunni frá fyrsta leikhluta. Seinni hálfleikur var ansi slakur hjá Íslandi og var sigur Noregs aldrei í stórhættu í lokin þrátt fyrir einungis átta stiga mun.  Lokastaðan var 88-80 og Íslenska liðið því enn með einn sigur á mótinu fyrir síðasta leikdag.  

 

Sigvaldi Eggertsson var atkvæðamestur hjá Íslandi 15 stig og 13 fráköst en Hilmar Hennigssson var stigahæstur með 22 stig. Ísland hitti merkilega illa fyrir innan þriggja stiga línuna í dag og varð það banabiti liðsins.

 

Tapið þýðir að Ísland leikur um 15. sæti B-deildar Evrópumótsins á morgun. Liðið mætir þar annað hvort Austurríki eða Slóvakíu en þau lið mætast síðar í dag. Síðasti leikur Íslands fer fram kl 12:15 á morgun. 

 

Tölfræði leiksins

 

Upptaka frá leiknum: