Bakvörðurinn Daði Lár Jónsson mun leika með deildarmeisturum Hauka á næsta tímabili. Þetta staðfesti hann við Körfuna fyrr í dag. Daði, sem að upplagi er úr Stjörnunni, er með nokkuð mikla reynslu úr efstu deild þrátt fyrir að vera aðeins 21. árs gamall.

 

Hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild árið 2013 fyrir Stjörnuna, en skipti upphaflega yfir til Keflavíkur fyrir tveimur árum. Í 27 leikjum á síðasta tímabili með Bítlabæjarfélaginu skoraði Daði 7 stig, tók 3 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á um 18 mínútum spiluðum í leik.