Úrvalsdeildarlið Snæfells hefur bætt við sig erlendum leikmanni fyrir átök tímabilsins. Sú heitir Angelika Kowalska og er 26 ára Framherji. Hún kemur til liðsins frá Cournon D'Auvergne í Frakklandi sem spilar í þriðju efstu deild þar í landi og var í þriðja sæti í kosningu um besta leikmann deildarinnar.

 

 

Í tilkynningu frá Snæfelli segir að leikmaðurinn hafi leikið með yngri landsliðum Póllands og hafi spilað nokkur tímabil í úrvalsdeildinni þar.