Undir 16 og 18 ára stúlkna og drengjalið Íslands luku í dag þátttöku sinni á Norðurlandamótinu í Kisakallio í Finnlandi. Liðin munu þó ekki halda heim á leið fyrr en á morgun. Eru þau því mætt í Hartwall Arena í Helsinki til þess að styðja A landslið karla sem leikur í kvöld gegn heimamönnum í Finnlandi í undankeppni heimsmeistaramótsins 2019. 

 

Ljóst er að leikurinn er afar mikilvægur fyrir Ísland, sem með sigri getur tryggt sér áframhaldandi þátttöku í keppninni. Stuðningurinn því líklega kærkominn. Leikurinn hefst kl. 15:45 og er í beinni útsendingu á RÚV 2.