Valdís Ósk Óladóttir hefur skrifað undir samning við Stjörnuna og mun því leika áfram með liðinu í Dominos deild kvenna á komandi leiktíð.
 

Valdís Ósk hefur áður spilað fyrir Tindastól en spilaði 26 leiki fyrir Stjörnuna á seinasta tímabili og var þá með 0.5 stig, 0.5 fráköst og 0.2 stoðsendingar í leik á rúmum 5 mínútum að meðaltali.

Hún og Pétur Már skrifuðu undir samninginn um daginn og þessi undirskrift kemur í eftirleik undirskriftaflóðs hjá Stjörnunni í Mathúsi Garðabæjar fyrir skemmstu og undirskriftar Lindu Kristjáns fyrir vestan en fyrsta nafnið í upphafi "silly season"-sins var að sjálfsögðu Dani Rodriguez. Stjarnan ætlar sér augljóslega stóra hluti á næsta tímabili og hafa nú þegar staðfest 9 leikmenn sem verða með.