Undir 20 ára lið kvenna tapaði rétt í þessu gegn Tyrklandi, 57-76, á Evrópumótinu í Oradea í Rúmeníu. Ísland náði ekki að halda í við Tyrkina sem voru einfaldlega of sterkir í dag. Liðið er því búið að sigra einn leik en tapa þremur það sem af er móti.

 

Atkvæðamest í íslenska liðinu var Thelma Dís Ágústsdóttir með 21 stig og 8 fráköst á 36 mínútum sem hún lék í leiknum. 

 

Síðasti leikur liðsins í riðlakeppninni er gegn Hvíta Rússlandi á morgun, fimmtudag kl. 12:00 að íslenskum tíma.

 

Tölfræði leiks

Hérna er meira um mótið

 

Upptaka af leiknum: