Undir 20 ára lið karla tapaði sínum fyrsta leik í A deild Evrópumótsins gegn Serbíu fyrr í dag, 60-107. Næsti leikur liðsins er kl. 11:30 á morgun gegn Svíþjóð.

 

Jafnt var á með liðunum í upphafi leiks. Serbía leiddi með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 22-23. Undir lok fyrri hálfleiksins náðu þeir þó að byggja upp smá forystu, en þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 38-47 Serbíu í vil. Í seinni hálfleiknum voru þeir svo áfram betri og sigruðu leikinn að lokum með 47 stigum, 60-107.

 

Atkvæðamestur í íslenska liðinu var Sveinbjörn Jóhannesson. Á aðeins rúmum 12 mínútum spiluðum skoraði hann 10 stig og tók 5 fráköst.

 

Tölfræði leiks

 

Upptaka af leiknum: