Á morgun, laugardaginn 14. júlí, mun undir 20 ára lið karla hefja leik í A deild Evrópumótsins í Chemnitz í Þýskalandi. Mun þetta vera í annað skiptið í sögunni sem liðið leikur í efstu deild þessa aldursflokks, en liðið komst upp fyrir tveimur árum og hélt sér uppi síðasta sumar.
Með Íslandi í riðli á mótinu eru Svíþjóð, Serbía og Ítalía. Eftir leiki í honum munu liðin svo leika um sæti á mótinu, en það fer fram frá og með morgundeginum til 22. júlí næstkomandi.
Allir leikir liðsins munu verða í beinni útsendingu, sem og verða fréttir af þeim bæði hér á Körfunni og á síðu Körfuknattleikssambandsins. Frekari upplýsingar er að finna um mótið hér.
Fyrsti leikur Íslands er gegn Serbíu kl. 16:00 að íslenskum tíma á morgun.
Lið Íslands:
Adam Eiður Ásgeirsson Þór Þ.
Arnór Hermannsson KR
Árni Elmar Hrafnsson Breiðablik
Bjarni Guðmann Jónsson Skallagrímur
Eyjólfur Ásberg Halldórsson Skallagrímur
Hákon Örn Hjálmarsson ÍR
Ingvi Þór Guðmundsson Grindavík
Jón Arnór Sverrisson Keflavík
Sigurkarl Róbert Jóhannesson ÍR
Snjólfur Marel Stefánsson Njarðvík
Sveinbjörn Jóhannesson Breiðablik
Þórir G.Þorbjarnarson Nebraska
Israel Martin Þjálfari
Baldur Þór Ragnarsson Aðsoðarþjálfari