Undir 20 ára lið kvenna tapaði rétt í þessu stórt gegn Hvíta Rússlandi, 39-84 á Evrópumótinu í Oradea í Rúmeníu. Ísland tapaði fyrsta leikhluta 23-3 og komst eftir það aldrei nálægt ógnarsterku liði Hvít-Rússa. Íslenska liðið er því búið að sigra einn leik en tapa fjórum það sem af er móti.

 

Atkvæðamest í íslenska liðinu var Dagbjört Dögg Karlsdóttir með 12 stig og 5 fráköst á nærri 25 mínútum sem hún lék í leiknum. 

 

Úrslitin þýða að Íslenska liðið lendir í fimmta sæti síns riðils og mun því mæta liðinu í 6. sæti A-riðils á laugardag. Þá er keppt um sæti 9-12 á mótinu en Ísland endaði í því ellefta fyrir ári síðan

 

Tölfræði leiks

Hérna er meira um mótið

 

Upptaka af leiknum: