Snjólfur Marel Stefánsson hefur framlengt samning sinn við Njarðvík í Dominos deild karla á næstu leiktíð. Snjólfur er uppalinn hjá Njarðvík og hefur átt flotta spretti síðustu ár. 

 

Í tilkynningu Njarðvíkur segir: „Snjólfur framlengdi við félagið um eitt ár en hann var lykilmaður í Íslandsmeistaraliðið unglingaflokks UMFN og var með 5,2 stig, 5,2 fráköst og 2,2 stoðsendingar að meðaltali í leik í Domino´s-deildinni síðasta tímabil á rúmum 19 mínútum að meðaltali í leik. Snjólfur er nýorðinn 20 ára og er m.a. fyrrum handhafi Elfarsbikarsins.“

 

Snjólfur er nú á fullu í undirbúningi með U20 ára landsliði Íslands sem tekur þátt í lokakeppni A-deildar sem fram fer í Þýskalandi 14.-22. júlí næstkomandi. Ísland er þar í riðli með Ítalíu, Svíþjóð og Serbíu.

 

Njarðvíkurliðið mætir nokkuð breytt til liðs í Dominos deildina á næstu leiktíð en Einar Árni Jóhannsson er tekinn við liðinu en Ólafur Helgi Jónsson og Jón Arnór Sverrisson eru komnir til liðs við Njarðvík. Þá hefur liðið samið við þrjá erlenda leikmenn Gerald Robinson, Mario Matasovic og Jeb Ivey hafa nú þegar skrifað undir samninga við liðið. Ljóst er að þeir Ragnar Nathanelsson, Oddur Rúnar Kristjánsson og VIlhjálmur Theodór Jónsson yfirgefa liðið.