Íslenska U20 landslið kvenna vann í dag frækinn sigur á Danmörku í B-deild evrópumóts U20 landsliða. Liðið er þar með komið með einn sigur eftir tvo keppnisdaga sem slær vonandi tóninn fyrir frábært evrópumót. 

 

Íslenska liðið átti slakan annan leikhluta sem varð til þess að liðið var undir í hálfleik 26-20. Liðið sneri leiknum hinsvegar algjörlega sér í vil í þriðja leikhluta og var í góðri stöðu fyrir lokasprettinn. Síðustu mínúturnar voru óþarflega spennandi en Dagbjört Dögg Karlsdóttir setti stórt skot og vítaskot í lokin til að klára leikinn. 

 

Thelma Dís Ágústsdóttir átti frábæran leik fyrir Ísland. Hún var með 12 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum. Dagbjört Dögg var einnig með 12 stig en Hulda Bergsteinsdóttir endaði með 11 stig. 

 

Sigurinn þýðir að liðið er í fjórða sæti riðilsins og er í ágætri stöðu. Ísland mætir Tékklandi á morgun kl 16:30 að Íslenskum tíma á morgun (mánudag). 

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn