Árni Þór Sigurðsson sendiherra Íslands í Finnlandi mætti til Kisakallio í dag til þess að fylgjast með landsliðunum keppa gegn Danmörku í undir 16 og 18 ára flokkum drengja og stúlkna. Einhver rök mætti færa fyrir því að viðvera sendiherrans hafi haft góð áhrif á liðin, sem fóru úr því að vera 25% fyrstu þrjá dagana gegn Finnlandi, Svíþjóð og Eistlandi í það að vinna helming leikja sinna í dag gegn Danmörku.

 

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá, frá vinstri Guðbjörg Norðfjörð varaformann KKÍ, Árna Þór Sigurðsson sendiherra, Hannes Sigurbjörn Jónsson formann KKÍ og Herbert Arnarsson úr afreksnefnd KKÍ.