Lokadeginum á Norðurlandamóti yngri landsliða er lokið. Andstæðingar Íslands í dag voru Norsarar sem eru yfirleitt ekki með sterkustu liðin. Öll liðin spila gegn hvort öðru á sama degi, þannig U16 og U18 liðin mættu öll Noregi í dag.

 
Dagskráin byrjaði mun fyrr í dag vegna leiks Finnlands og Íslands í undankeppni HM sem fór fram kl 18:45 að finnskum tíma. Það voru því leikir nokkuð snemma í morgun sem fór vel í liðið. Það sem meira er, Ísland vann þrjá leiki af fjórum í dag sem er besta uppskera vikunnar. 
 
Ísland hreppti ein verðlaun í ár, það voru silfurverðlaun í U16 flokki drengja en liðið tapaði einungis einum leik á mótinu og var það gegn Eistlandi. Á öðrum degi hefði liðið algjörlega getað unnið Eistland en við tökum silfrið. 
 
Seint í kvöld fór svo fram hin árlega og margrómaða kvöldvaka Norðurlandamótsins. Segja má að kvöldvakan í ár hafi verið með betra móti og atriðin sérlega góð. Tvö frumsamin lög litu dagsins ljós og dansatriði. Annað árið í röð voru það strákarnir í U18 sem unnu sigurinn fyrir besta atriðið. 
 

Minnum á Karfan.is er virkt á Instagram.

 

Allt efni dagsins frá Norðurlandamótinu má finna hér að neðan:

 

U16 stúlkna: 

 

Umfjöllun: Loksins sigur hjá U16 stúlkna

 

Viðtal: Bríet Ófeigsdóttir, leikmaður

Viðtal: Árni Þór Hilmarsson, þjálfari

Myndasafn

 

U16 drengja: 

 

Umfjöllun: Fengu silfrið eftir stórsigur á Noregi

 

 

Viðtal: Hilmir Hallgrímsson, leikmaður 

Viðtal: Ágúst Björgvinsson, þjálfari

Myndasafn.

 

U18 stúlkna:

 

Umfjöllun: Mögnuð endurkoma Íslands í sigri á Noregi

 

Viðtal: Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari

*Tæknileg mistök urðu til þess að upptaka af viðtali við leikmann U18 stúlkna eyðilagðist. Biðjumst velvirðingar á því

Myndasafn

 

U18 drengja:

 

Umfjöllun: Ísland í 5. sæti á Norðurlandamótinu

 

Viðtal: Hilmar Smári Henningsson, leikmaður

Viðtal: Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari

Myndasafn