Fjórða degi á Norðurlandamóti yngri landsliða er lokið. Andstæðingar Íslands í dag voru Danir sem eru með fín lið í ár. Öll liðin spila gegn hvort öðru á sama degi, þannig U16 og U18 liðin mættu öll Danmörku í dag.

 

Danir lágu í því í drengjaflokkum þennan daginn. U16 liðið á enn möguleika á gulli eftir sigurinn á Dönum í dag. Ef Danir vinna Eista á morgun eru þrjú lið jöfn á toppnum og þarf þá að grípa til reiknispekinga til að finna sigurvegara. U18 lið drengja er að taka miklum framförum þar sem liðið vann loks í dag. 

 

Stúlknaflokkarnir áttu ekki eins góða uppskeru í dag. Danska U18 liðið var mjög sterkt og brotnaði það Íslenska undan mótlætinu fljótt og örugglega í leiknum. U16 lið stúlkna barðist vel í dag en það var ekki nóg gegn fínu Dönsku liði. 

 

Dómgæslan hefur verið í á milli tannana á fólki í dag. Sitt sýnist hverjum en dómarar líkt og leikmenn eru að fá góða reynslu á þessu móti og læra af því. Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari U18 liðs drengja var ansi snöggur að fá tæknivillu í dag eftir samskipti sín við einn dómarann. Þetta er önnur tæknivillan sem Viðar fær frá þessum tiltekna dómara og því spurning hvort hann fái ekki bara eina slíka fyrir næsta leik með honum til að klára það af.
 
Augnablik dagsins var væntanlega þegar sami dómari og gaf Viðari tæknivillu aðvaraði einn af fararstjórum íslenska liðsins fyrir að standa fyrir framan stigatöflu vallarins. Þá tryggði Davíð Eldur sér verðskuldaðan sigur á Opna Karfan.is mótinu í Frisbí-gólfi eftir magnaðan lokahring á Kisakallio vellinum. Davíð lék sinn besta hring til þessa en Ólafur Þór fór ansi illa að ráði sínu á stóra sviðinu. 
 
Síðasti dagurinn er á morgun og þá viljum við sjá fimm sigra! Norsararnir verða andstæðingar Íslands hér í Kisakallio en dagurinn hefst eldsnemma. Síðan er haldið til Helsinki þar sem úrslitaleikur undankeppni HM fer fram, þar viljum við líka sjá Íslenskan sigur. 
 

Minnum á Karfan.is er virkt á Instagram.

 

Allt efni dagsins frá Norðurlandamótinu má finna hér að neðan:

 

U16 stúlkna: 

 

Umfjöllun: 11 stiga tap fyrir Danmörku

 

Viðtal: Eva María Davíðsdóttir, leikmaður

Viðtal: Árni Þór Hilmarsson, þjálfari

Myndasafn

 

U16 drengja: 

 

Umfjöllun: Dramatíkin réð ríkjum í sigri Íslands

 

 

Viðtal: Ástþór Atli Svalason, leikmaður 

Viðtal: Ágúst Björgvinsson, þjálfari

Myndasafn.

 

U18 stúlkna:

 

Umfjöllun: Óþarflega stórt tap gegn Danmörku

 

Viðtal: Sævaldur Bjarnason, aðstoðarþjálfari

Viðtal: Ásta Júlía Grímsdóttir, leikmaður

Myndasafn

 

U18 drengja:

 

Umfjöllun: Glæsilegur sigur Íslands á Danmörku

 

Viðtal: Arnór Sveinsson, leikmaður

Viðtal: Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari

Myndasafn

 

Aukaefni:

 

Sendiherra Íslands mætti til Kisakallio