Undir 16 ára lið stúlkna sigraði Noreg með þremur stigum 49-52, í lokaleik sínum á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Sigurinn sá fimmti hjá liðinu, sem er endar þar með í fimmta sæti keppninnar með jafnmörg stig og Noregur en vann innbyrgðisviðureign liðanna.

 

Gangur leiksins:

 

Ísland fór algjörlega frábærlega af stað, komst í 12-2 eftir nokkrar mínútur. Frábær fyrri hálfleikur varnarlega skóp góðar körfur og 21 stigs mun í hálfleik 19-40.

 

Norsararnir bitu heldur betur frá sér strax í byrjun seinni hálfleiks. Þær náðu 13-2 áhlaupi og Íslenska liðinu gekk ákaflega illa að setja stig á sterka vörn Noregs. Úr varð ótrúleg spenna á lokasekúndunum en tvö víti frá Evu Davíðsdóttur tryggðu sigurinn þegar örlítið var eftir.

 

 

 

Tölfræðin lýgur ekki:

 

Íslenska liðinu tókst að fækka töpuðum boltum töluvert í leiknum eða einungis 12 í þessum leik. Liðið stelur tíu boltum og fær fyrir vikið auðveldar körfur hinumegin. Þá er Ísland með 17 stoðsendingar gegn 10 sem sýnir einfaldlega hvort liðið það var sem spilaði meiri liðsbolta sem skóp sigurinn í dag.

 

Hetjan:

 

Eva María Davíðsdóttir var hetjan í þeim skilningi að hún setti risastór víti í blálokin til að tryggja sigurinn. Hún var ísköld og með stáltaugar á þessu stóra augnabliki. Bríet Ófeigsdóttir átti líka flottan leik í dag eða  7 stig og 11 fráköst, hennar besti leikur á mótinu.

 

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn

 

Viðtöl: