Linda Kristjánsdóttir hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna og mun því leika áfram með liðinu í Dominos deild kvenna á komandi leiktíð.
 

Linda hefur áður spilað fyrir KFÍ þegar það var og hét, Þór Akureyri og Breiðablik. Hún lék með Stjörnunni í fyrra og var þá með 0,3 stig og 0,7 fráköst að meðaltali í leik á rúmum 4 mínútum að meðaltali.

Hún og Pétur Már skrifuðu undir samninginn fyrir vestan á Ísafirði. Þessi undirskrift kemur í eftirleik undirskriftaflóðs hjá Stjörnunni í Mathúsi Garðabæjar fyrir skemmstu sem eru augljóslega með hug á að styrkja kvennaliðið fyrir næsta tímabil.