Undir 18 ára lið drengja leikur þessa dagana á Evrópumóti í Skopje í Makedóníu. Í gær tapaði liðið fyrir Tékklandi en Makedónía, Holland, Ísrael og Lúxemborg eru einnig með Íslandi í riðli. Klukkan 12:15 í dag mætir Ísland svo Hollandi í þriðja leik mótsins. 

 

Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu hér að neðan, en annars eru allar upplýsingar um mótið og lifandi tölfræði að finna á heimasíðu keppninnar hér.