Undir 16 og 18 ára lið Íslands leika síðasta dag sinn í dag á Norðurlandamótinu í Kisakallio gegn Noregi.

 

Ásamt Íslandi eru það Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Noregur og Eistland sem senda lið til leiks en mót þetta hefur verið haldið í fjölmörg ár við góðan orðstýr.

 

Karfan.is er á svæðinu og mun gera mótinu góð skil beint frá Finnlandi. Umfjallanir, myndir og viðtöl úr öllum leikjum Íslands auk annarra fregna. Allir leikirnir eru í beinni útsendingu á Youtube rás Finnska körfuboltasambandsins sem er einnig með lifandi tölfræði frá öllum leikjum. 

 

Leikir dagsins gegn Noregi:

U18 drengja – kl. 07:45

U16 stúlkna – kl. 08:00

U16 drengja – kl. 10:00

U18 stúlkna – kl. 10:15

 

 

Hægt er að nálgast lifandi tölfræði á basket.fi.

Hægt er að nálgast beina útsendingu á Youtube.

Samantekt frá leikjum gærdagsins

 

Mynd / Frá leik Íslands gegn Noregi í U18 á Norðurlandamótinu árið 2009