Síðan 2014 hefur Kyrie Irving gefið árlega út svokallaða “signature” skó í samstarfi við Nike og á síðastliðnu ári voru Kyrie skórnir næst mest seldu signature skórnir í heiminum á eftir Lebron James. Kyrie 3 og 4 skórnir eru einnig næst og þriðju mest notuðu körfuboltaskór af núverandi NBA leikmönnum. 

Fjórða útgáfan af skónum eru með Nike Zoom Air botni í hælnum sem veitir góða dempun en hún er sögð vera sú besta hingað til hjá Kyrie. Skórnir eru úr endingagóðu efni og hafa þeir fengið lof fyrir að verða ekki mjög skítugir með tímanum vegna þess hversu sterkt efnið að ofan er. Skórnir eru sterkbyggðir í kringum ökklann og veita góðan stuðning en þeir flokkast líklegast í “mid” flokkinn hvað varðar hæð þar sem þeir eru hvorki sérstaklega háir né lágir. 

Skórnir eru á frábæru verði en kosta aðeins 17.990 kr. sem skýrir að hluta til vinsælda þeirra þar sem aðdáendur Kyrie fá mikið fyrir peninginn þegar þeir kaupa þessa skó.

Kyrie 4 hjá Miðherja

Miðherji á Facebook