Undir 18 ára lið drengja tapaði lokaleik sínum á Norðurlandamótinu í Kisakallio fyrir Noregi, 94-83. Liðið endaði því í 5.-6. sæti mótsins ásamt Danmörku.

 

Gangur leiks

Leikurinn vr jafn og spennandi frá fyrstu mínútu. Eftir fyrsta leikhluta var jafnt 19-19. Þegar í hálfleik var komið var Noregur kominn með þriggja stiga forystu, 43-40.

 

Í upphafi seinni hálfleiksins var leikurinn svo áfram jafn. Eftir þrjá leikhluta munaði enn bara 3 stigum á liðunum, 60-57. Í lokaleikhlutanum sigldi Noregur svo frammúr og sigraði að lokum með 11 stigum, 94-83.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Ekki munaði miklu á tölfræði liðanna í leiknum. Noregur skaut boltanum þó eilítið betur úr djúpinu, voru 15/42 þaðan á móti 8/28 hjá Íslandi.

 

Hetjan

Hilmar Smári Henningsson var bestur í íslenska liðinu í dag. Skoraði 26 stig, tók 5 fráköst og stal 5 boltum á þeim rúmu 26 mínútum sem hann spilaði.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Viðtöl(væntanleg):