Fyrrum þjálfari Stjörnunnar og KR í Dominos deildinni, Hrafn Kristjánsson, hefur tekið við þjálfun liðs Álftanes í 2. deildinni. Nokkuð óvænt skipti hjá þjálfaranum sem unnið hefur alla titla sem í boði eru í efstu deild, gerði KR bæði að Íslands og bikarmeisturum 2011 og Stjörnuna svo seinna að bikarmeisturum 2015.

 

Snemma eftir síðasta tímabil var ljóst að Hrafn myndi ekki halda áfram með Stjörnuna, en í stað hans var ráðinn þangað Arnar Guðjónsson.

 

Hrafn tekur við liði sem varð Íslandsmeistari í þriðju deildinni á síðasta tímabili og tryggði sig upp í 2. deildina.