Undir 18 ára lið drengja sigraði Danmörku með 10 stigum, 77-87, í fjórða leik sínum á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Sigurinn sá fyrsti hjá liðinu, sem er sem stendur í 4.-6. sæti mótsins ásamt Danmörku og Noregi. Liðið leikur sinn síðasta leik á mótinu á morgun kl. 07:45 gegn Noregi.

 

Gangur leiks

Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleiknum. Eftir fyrsta leikhluta leiddi Ísland með einu stigi, 16-17. Þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik hafði það snúist við og Danir höfðu stigs forystu, 36-35.

 

Strax í upphafi seinni hálfleiksins sýndu íslensku strákarnir hvers þeir væru megnugir. Sigldu hægt en örugglega í þægilega forystu. Voru 13 stigum yfir fyrir fjórða leikhlutann, 52-65. Í honum gerðu þeir svo það sem þurfti til þess að sigra að lokum með 10 stigum, 77-87.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Ísland fékk 57 stig af bekk sínum í kvöld á móti aðeins 24 hjá Danmörku.

 

Hetjan

Arnór Sveinsson var bestur í íslenska liðinu í dag. Eftir að hafa spilað aðeins 9 sekúndur í gær gegn Svíþjóð, þá skilaði hann 18 stigum, 5 fráköstum, 2 stolnum boltum og 2 vörðum skotum á 17 mínútum spiluðum í dag.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Viðtöl: