Undir 16 ára lið drengja sigraði Noreg í lokamót Norðurlandamótsins í Kisakallio, 56-87. Liðið endaði því í öðru sæti mótsins, en Eistland vann mótið með 100% sigurhlutfall.

 

Gangur leiks

Ísland byrjaði leik dagsins nokkuð vel. Leiddu með 10 stigum eftir fyrsta fjórðung, 19-9. Svo þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var munurinn kominn í 16 stig, 39-23.

 

Í seinni hálfleiknum gerði Ísland svo það sem þurfti til þess að sigla nokkuð öruggum 31 stigs sigri í höfn.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Ísland skaut boltanum einkar vel í leik dagsins, settu 56% skota af vellinum á móti aðeins 31% nýtingu Noregs.

 

Hetjan

Ólafur Björn Gunnlaugsson var bestur í liði Íslands. Skoraði 17 stig og gaf 3 stoðsendingar á þeim rúmu 15 mínútum sem hann spilaði.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Viðtöl: