Undir 20 ára lið Íslands tapaði rétt í þessu gegn Grikklandi, 86-104 í leik um 13-16 sæti A deildar Evrópumótsins í Chemnitz í Þýskalandi. Ísland mun því leika um 15. sæti A-deildarinnar eftir tapið og er fallið í B-deild. 

 

Því miður átti Íslenska liðið aldrei roð í það gríska í dag og lenti undir strax í upphafi leiks. Munurinn á gæðum liðanna var of mikill að lokum til að Ísland gæti nálgast Grikkland í seinni hálfleik og 86-104 tap því staðreynd. 

 

Atkvæðamestur í íslenska liðinu var Þórir Guðmundur Þorbjarnarson með 17 stig og 3 fráköst. Þá var Snjólfur Marel Stefánsson og Ingvi Guðmundsson með sitthvor 16 stigin fyrir Ísland. 

 

Tapið þýðir að Ísland mun leika um 15 sæti A-deildarinnar í lokaleik keppninnar á morgun. Þrjú lið falla niður í B-deild og því staðan sú að Ísland er fallið í B-deild og mun leika þar að ári. Leikurinn á morgun um næst neðsta sæti deildarinnar verður gegn Rúmeníu og fer fram kl 8 í fyrramálið að Íslenskum tíma. 

 

Tölfræði leiksins

 

Upptaka frá leiknum: