Körfuknattleiksdeild KR samdi á dögunum við Króatann Dino Stipcic um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Dominos deild karla. Þetta var tilkynnt í kvöld. 

Stipcic er fæddur 1989 og er 196 cm á hæð. Hann leikur sem bakvörður og hefur spilað með KK Skrljevo síðustu ár. Þar var hann með 9,5 stig, 5,5 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Dino er fjölhæfur hávaxinn bakvörður sem lætur finna fyrir sér á báðum endum vallarins.

 

Samkvæmt heimildum Karfan.is munu fleiri Íslensk lið hafa sýnt Dino Stipcic áhuga en hann hefur ákveðið að leika með KR. Það má því gera ráð fyrir að um gríðarlega sterkan leikmann að ræða. 

 

Íslandsmeistarar síðustu fimm ára eru að ganga í gegnum miklar breytingar í sumar. Ingi Þór Steinþórsson er tekinn við liðinu af Finn Frey Stefánssyni sem sagði starfi sínu lausu. Liðið hefur misst Darra Hilmarsson, Brynjar Þór Björnsson, Kristófer Acox og Arnór Hermannsson frá síðustu leiktíð. Þá er óljóst með Pavel Ermolinskij og Björn Kristjánsson.