DeMarcus Cousins eða eins og flestir þekkja hann sem Boogie Cousins er á leið til meistara Golden State Warriors í NBA deildinni. Eftir átta ár í NBA deildinni án þess að leika í úrslitakeppninni og þó með fjórar ferðir í stjörnuleikinn á bakinu horfir Cousins mögulega fram á það að leika sína fyrstu leiki í úrslitakeppni NBA nú þegar hann semur við ríkjandi meistara.

Cousins er að jafna sig eftir krossbandaslit en skv. heimildum vestanhafs er um árssamning að ræða upp á 5,3 milljónir dollara.