Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við leikstjórnandann Bryeasha Blair um að spila með liðinu í Dominos deild kvenna næsta vetur.

 

Blair kemur frá South Carolina State háskólanum í Bandaríkjunum þar sem hún hefur leikið síðustu fjögur ár. Á síðasta ári sínu við skólann var hún með 15.6 stig og 4.3 fráköst að meðaltali í 30 leikjum í háskólaboltanum. 

 

Leikmaðurinn er leikstjórnandi sem er 1,65 cm á hæð. Hún kemur beint úr háskólaboltanum og mun leika í Fjósinu á næstu leiktíð.

 

Nokkrar breytingar eru á liði Skallagríms fyrir komandi leiktíð í Dominos deild kvenna. Ari Gunnarsson verður áfram með liðið og fer nú inní fyrsta undirbúningstímabil sitt með liðið. Ljóst er að Jóhanna Björk Sveinsdóttir mun yfirgefa liðið.