Undir 16 ára lið drengja sigraði Danmörku með einu stigi 82-83, í fjórða leik sínum á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Sigurinn sá þriðji hjá liðinu, sem er sem stendur í 2.-3. sæti mótsins ásamt Danmörku. Liðið leikur sinn síðasta leik á mótinu á morgun gegn Noregi.

 

Karfan spjallaði við leikmann liðsins Ástþór Atla Svalason eftir leik í Kisakallio.

 

Hérna er meira um leikinn