Undir 16 ára stúlknalið Íslands tapaði fyrir Danmörku á fjórða degi Norðurlandamótsins í Kisakallio. Liðið leitar enn að sínum fyrsta sigri, en á morgun leika þær við Noreg. Noregur er sæti fyrir ofan Ísland á mótinu með einn sigur það sem af er.

 

Gangur leiks

Danmörk byrjaði leik kvöldsins betur. Eftir fyrsta leikhluta leiddu þær með 16 stigum gegn 8. Þegar í hálfleik var komið höfðu þær aukið forystu sína í 11 stig, 28-17.

 

Seinni hálfleikinn byrjaði Danmörk svo aftur betur en Ísland. Eftir þrjá leikhluta var forysta þeirra komin í 18 stig, 46-28. Í lokaleikhlutanum gerði Ísland svo vel í að vinna muninn niður, en komst ekki lengra en í 11 stig og töpuðu að lokum 56-45.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Ísland tapaði 22 boltum í leiknum á móti aðeins 15 hjá Danmörku.

 

Hetjan

Una Rós Unnarsdóttir var best í íslenska liðinu í dag. Skoraði 4 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á þeim tæpu 26 mínútum sem hún spilaði.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Viðtöl: