Blaðamaður Karfan.is var fyrir vestan í körfuboltabúðum Vestra og tók nokkur stutt og laggóð viðtöl við þjálfara og leikmenn sem voru þar. Yngvi Páll Gunnlaugsson, yfirþjálfari Vestra og einn af skipuleggjendum körfuboltabúðanna, kom í viðtal daginn eftir að búðunum lauk til að ræða þær.

 

Við ræddum hvernig hann sæi næsta tímabil fyrir sér og hvernig gengi að fá leikmenn vestur á Ísafjörð. Starfið hjá Vestra varð umræðuefni og væntanleg afreksbraut fyrir íþróttamenn í Menntaskóla Ísafjarðar. Yngvi talar um hvernig þjálfarar bæti sig í starfinu og hvað skipulag og traust skipti miklu máli. Að lokum minnir hann á að þetta eigi að vera það skemmtilegasta sem við gerum og að körfuboltinn geti gefið okkur svo ótrúlega mikið.
 

Þátturinn er einnig á iTunes

 

Umsjón: Helgi Hrafn Ólafsson
 

 

00:30 – Yngvi Páll gerir upp körfuboltabúðir Vestra 2018.
03:30 – Staðsetning körfuboltabúðanna, kostur eða galli?
04:50 – Hvernig gengur að fá leikmenn vestur á Ísafjörð? 
07:00 – Starfið hjá Vestra næstu árin.
10:15 – Þjálfarateymið í körfuboltabúðum Vestra í ár.
12:00 – Aðlögunarhæfni þjálfara og metnaður þeirra fyrir starfinu.
14:15 – Hvernig þjálfarar geta lært af hver öðrum.
16:15 – Þjálfarar sem höfðu áhrif á Yngva.
18:00 – Hvað leitar Yngvi eftir í leikmönnum sínum?
21:05 – Fyrirmyndir Yngva í körfuboltanum á árum áður.
23:30 – Að vita hvað þú sért að fá út úr drillum og að vinna skipulega.
25:20 – Lokaskilaboðin: "Það er ótrúlegt hvað körfuboltinn hefur gefið manni mikið."