Miðherjinn Vilhjálmur Theodór Jónsson hefur samið við Fjölni fyrir komandi tímabil. Vilhjálmur er 27 ára gamall ÍR-ingur að upplagi, sem lék síðast með Njarðvík í Dominos deildinni.

 

Er hann annar tveggja leikmanna úr efstu deild sem Fjölnir hefur tryggt sér þessa vikuna, en áður hafði verið kynnt að bakvörðurinn Róbert Sigurðsson væri á leiðinni til þeirra úr Stjörnunni.