Tryggvi Snær Hlinason fer nú á milli liða í NBA deildinni og sýnir listir sínar á æfingum hjá liðunum. Líkt og við greindum frá hefur hann nú þegar æft hjá Phoenix Suns og Denver Nuggets. 

 

Í dag mun hann svo æfa með Dallas Mavericks. Benedikt Guðmundsson núverandi þjálfari KR í Dominos deild kvenna og fyrrum þjálfari Tryggva hjá Þór Akureyri sagði frá því í gær að Tryggvi hefði klæðst treyju Dallas Mavericks á sínum fyrstu æfingum. Treyjan sú var frá Jón Arnóri Stefánssyni, en hafði farið nokkuð langa leið til Tryggva. 

 

 

Á æfingunni í gær voru fjölmiðlamenn greinilega nokkuð hrifnir af Tryggva og fékk hann nokkra athylgi. Að sjálfsögðu var hann spurður útí Íslenska knattspyrnulandsliðið sem spilar á heimsmeistaramótinu á næstu dögum. Viðtalið má finna hér að neðan:

 

 

Mynd / NBA.com