Tryggvi Snær Hlinason hefur æft með Íslenska landsliðinu síðustu daga eftir að hafa ferðast um öll Bandríkin í aðdraganda nýliðavals NBA deildarinnar. Hann sagði það hafa verið nokkur vonbrigði að heyra nafn sitt ekki kallað í Barclays Center í Brooklyn en bætti þó við að það væri ekki alslæmt þar sem þetta gæfi honum fleiri tækifæri. 

 

Bárðdælingurinn sagði það gott að vera kominn til Íslands þó stoppið væri stutt í bili. Hann staðfesti að Toronto Raptors hafi sýnt honum áhuga strax eftir valið og fleiri lið. Hann sagðist vonast til að komast í Sumardeild NBA eftir landsliðsverkefnið sem hann er í núna. 

 

Framundan eru landsleikir gegn Búlgaríu og Finnlandi og hefur Tryggvi tekið þátt í undirbúningnum. Líklegt er að Tryggvi verði í stóru hlutverki í þessum landsliðsglugga og sagðist Tryggvi spenntur fyrir komandi verkefnum.

 

Karfan.is ræddi við Tryggva á landsliðsæfingu í dag um NBA nýliðavalið, framhaldið, landsliðsverkefnið og ferðalögin um Bandaríkin.