Tryggvi Snær Hlinason mun leika með Toronto Raptors í Sumardeild NBA deildarinnar sem hefst á næstunni. Þetta var staðfest í kvöld en ljóst var að möguleikar væri á því að hann myndi leika í sumardeildinni. 

 

OG Anounby er stærsta nafnið í liði Toronto fyrir keppnina en Toronto fengu hann í nýliðavalinu fyrir ári síðan og hefur hann heillað nokkuð síðan. Það verður spennandi að sjá Tryggva leika í þessari deild en hann er samningsbundinn Valencia á Spáni og mun að öllum líkindum leika þar á næsta ári.

 

Það að Toronto velji Tryggva þýðir að líklega á liðið eignast réttinn á leikmanninum. Tryggvi ræddi við Karfan.is fyrr í vikunni um möguleika sína í NBA deildinni og má finna það hér.