Á dögunum lauk úrslitakeppni NBA deildarinnar með sigri liðs Golden State Warriors á Cleveland Cavaliers, 4-0, í úrslitaseríu.

 

Líkt og á síðasta ári blés Karfan í samstarfi með Miðherja til leiks í kringum úrslitakeppnina, þar sem 135 einstaklingar spáðu fyrir um hvernig seríur keppninnar ættu eftir að spilast. 

 

Að lokum voru það tveir sem að deildu með sér efsta sætinu með 355 stig, þeir Þórður Friðbjarnarson og Sigmundur Birgir Skúlason og fá þeir að verðlaunum 10 þúsund króna gjafabréf fré Miðherja að launum.

 

Hér má skoða úrslit keppninnar

Hér er Miðherji á Facebook