Undir 18 ára lið drengja tapaði fyrir Svíþjóð á þriðja degi Norðurlandamótsins í Kisakallio. Liðið er því með þrjú töp eftir þrjá leiki. Næst leikur liðið gegn Danmörku á morgun kl. 15:00.

 

Gangur leiksins:

 

Það var nokkuð ljóst frá fyrstu mínútu að Íslenska liðið ætlaði að selja sig dýrt í þessum leik. Ísland var heilt yfir sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og þá sérstaklega í öðrum leikhluta. Staðan var 31-35 eftir fyrri hálfleik.

 

Seinni hálfleikur var algjörlega í járnum, munurinn á liðunum var alltaf heldur lítill og áhlaup veggja liða ekki stór. Svíarnir settu stóru skotin í lokin en lokaskot Íslands til að jafna leikinn geigaði og Svíarnir náðu því sigri að lokum. Lokastaðan 69-66 fyrir Svíþjóð.

 

Tölfræðin lýgur ekki:

 

Það er ansi súrt í svo jöfnum leik að sjá vítanýtingu Íslands í leiknum. Liðið var með 56% nýtingu í 25 skotum og því heil ellefu vítaskot sem detta ekki. Þá er skotnýting Íslands slakari og þá einungis fyrir innan þriggja stiga línuna.

 

Hetjan:

 

Ingvar Hrafn Þorsteinsson var sterkur í leiknum í dag, endaði með 9 stig og 7 fráköst. Hann var sterkur undir körfunni og barðist vel. Hilmar Henningsson var stigahæstur með 18 stig og hann átti lokaskotið sem hann bjó til listavel. Það þarf sterka leikmenn til að þora að taka slíkt skot, þó það hafi ekki dottið.

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn (Væntanlegt)

 

Viðtöl: