Undir 16 ára lið stúlkna tapaði fyrir Svíþjóð í kvöld á Norðurlandamótinu í Kisakallio í Finnlandi.  Leikurinn sá þriðji sem liðið tapar, en þær leita enn að fyrsta sigrinum á mótinu. Næst leika þær gegn Danmörku á morgun kl. 15:15.

 

Gangur leiks

Ísland náði að gera vel í upphafi leiks. Eftir frekar daprar upphafsmínútur eru þær fljótar að ná áttum og eru aðeins fimm stigum fyrir aftan Svíþjóð eftir fyrsta leikhlutann 17-12. Undir lok hálfleiksins setja þær sænsku þó í fluggírinn og klára fyrri hálfleikinn með 28 stiga forskoti, 49-21.

 

Í seinni hálfleiknum hélt Svíþjóð svo áfram að salla stigum á íslenska liðið, en þær sigra svo að lokum með 51 stigi, 92-41.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Það er rosalega erfitt að ætla að taka einhvern einn þátt út sem ástæðu fyrir að Ísland tapaði þessum leik. Kannski mest sláandi að Ísland tapaði 29 boltum í leik kvöldsins gegn aðeins 11 töpuðum hjá Svíþjóð.

 

Hetjan

Helga Sóley Heiðarsdóttir var atkvæðamest í liði Íslands í dag. Skoraði 11 stig og tók 8 fráköst á þeim 24 mínútum sem hún spilaði.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Viðtöl: