Powerrade körfuboltabúðirnar fara fram þessa dagana í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Þær hófust síðasta mánudag og lýkur í kvöld með pompi og prakt þar sem verðmætustu leikmennirnir verða meðal annars valdir.  

 

Þátttakendur voru áhugasamir körfuboltastrákar og stelpur á aldrinum 12 til 18 ára. ÞessI ungmenni nutu handleiðslu færa þjálfara sem þjálfa í búðunum og létu þau vel af búðunum. 

 

Þjálfarar voru Oddur Benediktsson, David Prachett, Árni Eggert Harðarson, Raggi Nat, Helena Sverrisdóttir og margir fleiri. Að ónefndum Ágústi Björgvinssyni yfirþjálfara og umsjónarmanni sem séð hefur um körfuboltabúðirnar síðustu 17 ár.

 

 Besta körfuboltafólk landsins hefur oft nefnt það að aukaæfingin sé það sem skapi meistarann. Í þessum körfuboltabúðum fengu framtíðarleikmenn í íslenskum körfubolta kjörið tækifæri til þess að þroska hæfileika sína á sviði einstaklingsæfinga og fá góða leiðsögn frá hæfum þjálfurum.

 

Eins og gefur að skilja er keppnisskapið alltaf til staðar en þó í heilbrigðu magni. Allir dagarnir enda á að ungmennin spila í liðum og því ekkert gefið eftir. Körfuboltabúðirnar hafa skipað sér sess í sumarstarfi körfuboltaiðkanda en þetta er í 17 skipti sem búðirnar eru haldnar. 

 

Karfan.is leit við og tók nokkra þátttakendur tali á meðan búðirnar fóru fram þar sem kom m.a. fram að Helena Sverrisdóttir væru ein helsta fyrirmynd þátttakenda en hún þjálfar þar einnig. Myndband frá búðunum má finna hér að neðan.