Þriðja degi á Norðurlandamóti yngri landsliða er lokið. Andstæðingar Íslands í dag voru Svíar sem eru með sterk lið í ár. Öll liðin spila gegn hvort öðru á sama degi, þannig U16 og U18 liðin mættu öll Svíþjóð í dag.
Það ætlar að vera tískan á þessu Norðurlandamóti að vinna bara einn leik á dag. Það var staðreyndin aftur í dag, þriðja daginn í röð. Þetta skiptið var það U16 drengja sem unnu annan leik sinn á mótinu og eru til alls líklegir.
Það var ansi svekkjandi að sækja ekki fleiri sigra í dag. Bæði U18 liðin hefðu vel getað sótt sigra, drengja liðið var hársbreidd frá því en stúlknaliðið hitti á slæman dag. U16 lið stúlkna mætti hinsvegar ofjörlum sínum í dag, því sænska liðið í þeim flokki var ógnarsterkt.
Það voru vendingar í þjálfarateymum Íslands í dag. Hallgrímur Brynjólfsson aðstoðarþjálfari U16 landsliðs stúlkna yfirgaf Kisakallio í dag. Sögusagnir um brottför hans eru nokkrar en sagt er að hann hafi sungið um sangríur og sandstrendur á leið af svæðinu. Grizzinn var því lánaður til Árna Þórs og U16 liðsins. Enginn frisbí-gólf hringur var tekinn í dag, staðan því enn 3-0 fyrir Davíð Eldi gegn Ólafi í keppninni.
Minnum á Karfan.is er virkt á Instagram.
Allt efni dagsins frá Norðurlandamótinu má finna hér að neðan:
U16 stúlkna:
Umfjöllun: Stórt tap fyrir Svíþjóð
Viðtal: Edda Karlsdóttir, leikmaður
Viðtal: Árni Þór Hilmarsson, þjálfari
U16 drengja:
Umfjöllun: Grjótharður sigur Íslands á Svíþjóð
Viðtal: Ólafur Björn Gunnlaugsson, leikmaður
Viðtal: Snorri Örn Arnaldsson, aðstoðarþjálfari
U18 stúlkna:
Umfjöllun: Tap fyrir baráttuglöðum Svíum
Viðtal: Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari
Viðtal: Elsa Albertsdóttir, leikmaður
U18 drengja:
Umfjöllun: Svíar sterkari á lokasprettinum
Viðtal: Ingvar Hrafn Þorsteinsson, leikmaður
Viðtal: Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari