Öðrum degi á Norðurlandamóti yngri landsliða er lokið. Andstæðingar Íslands í dag voru Eistar sem eru með sterk lið í ár. Öll liðin spila gegn hvort öðru á sama degi, þannig U16 og U18 liðin mættu öll Finnlandi í dag.
Uppskeran var hefur rýr í dag eða einn sigur í fjórum leikjum, líkt og í gær. Fyrir ári síðan vann Ísland þrjá af fjórum leikjum sínum gegn Eistlandi en þá var það U18 lið stúlkna sem var eina liðið sem tapaði. Í ár snerist það algjörlega við því U18 lið stúlkna var eina liðið sem náði í sigur gegn Eistlandi. Það var því ekkert auðvelt að leika sér að Eistunum þetta árið.
Eistneska liðin öll voru líkamlega sterk og gáfu ekki tommu eftir gegn Íslandi sem hreinlega varð undir í baráttunni. Andstæðingar Íslands á morgun eru Svíar sem eru yfirleitt sterkir. Við viljum þó fleiri sigra enda uppskeran einungis tveir sigrar í átta leikjum. Við það má bæta að Davíð Eldur tók 3-0 forystu í Frisbí-Golf einvígi ritstjóranna hér í Kisakallion.
Minnum á Karfan.is er virkt á Instagram.
Allt efni dagsins frá Norðurlandamótinu má finna hér að neðan:
U16 stúlkna:
Umfjöllun: Góð barátta ekki nóg gegn Eistum
Viðtal: Una Rós Unnarsdóttir, leikmaður
Viðtal: Hallgrímur Brynjólfsson, aðstoðarþjálfari
U16 drengja:
Umfjöllun: Eistar númeri of stórir á lokamínútunum
Viðtal: Marínó Þór Pálmason, leikmaður
Viðtal: Ágúst Björgvinsson, þjálfari
U18 stúlkna:
Umfjöllun: Íslenskur spennusigur gegn Eistlandi
Viðtal: Sævaldur Bjarnason, aðstoðarþjálfari
Viðtal: Anna Ingunn Svansdóttir, leikmaður
U18 drengja:
Umfjöllun: Ísland átti ekki séns gegn Eistlandi
Viðtal: Veigar Páll Alexandersson, leikmaður
Viðtal: Jóhann Þór Ólafsson, aðstoðarþjálfari
Mynd – Ali Þór Erlingsson á hliðarlínunni í eina sigurleik dagsins