Fyrsta degi á Norðurlandamóti yngri landsliða er lokið. Fyrstu andstæðingar Íslands voru Finnar sem mæta iðulega með ógnarsterk lið og því ljóst að framundan væri erfiður dagur. Öll liðin spila gegn hvort öðru á sama degi, þannig U16 og U18 liðin mættu öll Finnlandi í dag.
Uppskeran betri nú en fyrir ári síðan eða einn sigur í fjórum leikjum. Kvennaliðin mættu einfaldlega ofjörlum sínum í dag, liðin voru sterkari á vellinum í dag en Íslensku liðin geta tekin mikinn lærdóm úr þeim leikjum. Finnsku kvenna liðin eru gríðarlega vel þjálfuð og með mjög sterka leikmenn í liðinu.
U16 karla vann gríðarlega frækinn sigur á Finnlandi þar sem allir tólf leikmenn liðsins lögðu eitthvað í púkk. Liðið þurfti að hafa mikið fyrir þessum sigri en leikurinn var stórfurðulegur þar sem bæði lið töpuðu samanlagt 68 boltum í leiknum. U18 lið karla tapaði svo naumlega í leik sem hefði auðveldlega geta fallið með þeim á öðrum degi.
Andstæðingar morgundagsins eru Eistar. Rétt eins og í fyrra er stefnan sett á að leika sér að eistunum enda vann Ísland þrjá af fjórum leikjum sínum gegn Eistlandi fyrir ári síðan.
Opna Karfan.is mótið í Frisígólfi fer einnig fram hér í Kisakallio svæðinu um helgina. Þar keppast ritstjórar Karfan.is um þennan eftirsótta titil. Staðan eftir tvo hringi er sú að Davíð Eldur hefur tvo sigra en Ólafur Þór hefur ekki unnið hring. Við fylgjumst áfram spennt með framvindu mála.
Minnum á Karfan.is er virkt á Instagram.
Allt efni dagsins frá Norðurlandamótinu má finna hér að neðan:
U16 stúlkna:
Umfjöllun: Ísland náði ekki að fylgja fínum fyrri hálfleik eftir gegn Finnlandi
Viðtal: Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir, leikmaður
Viðtal: Árni Þór Hilmarsson, þjálfari
U16 drengja:
Umfjöllun: Íslenskur sigur í hádramatískum tvíframlengdum leik
Viðtal: Gabríel Boama, leikmaður
Viðtal: Ágúst Björgvinsson, þjálfari
U18 stúlkna:
Umfjöllun: Ísland réð ekki við Finnland í seinni hálfleik
Viðtal: Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari
Viðtal: Birna Valgerður Benónýsdóttir, leikmaður
U18 drengja:
Umfjöllun: Grátlegt tap fyrir Finnlandi í fyrsta leik
Viðtal: Hilmar Pétursson, leikmaður
Viðtal: Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari