Lið Fjölnis í fyrstu deildinni hefur samið við bakvörðinn Alexandra Petersen um að leika með liðinu á komandi tímabili. Peterson lék fyrir tvö lið á síðasta tímabili hér á landi. Fyrir áramót með Val í Dominos deildinni áður en hún kláraði tímabilið með KR í fyrstu deildinni, en liðið tryggði sér að lokum ferð upp í efstu deild fyrir næsta tímabil.

 

Með KR skilaði Petersen 18 stigum, 8 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik.