Norðurlandamót U16 og U18 landsliða hefst á morgun 27. júní í Kisakallion í Finnlandi. Liðin mættu á svæðið um miðjan dag í gær ásamt fríðu föruneyti.
Ásamt Íslandi eru það Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Noregur og Eistland sem senda lið til leiks en mót þetta hefur verið haldið í fjölmörg ár við góðan orðstýr. Það er U16 lið karla sem á fyrsta leik á morgun, kl 10:30 að Íslenskum tíma.
Dagskrá norðurlandamótsins.#korfubolti #körfubolti #nm2018 #kisakallio pic.twitter.com/LKqXXwwMkI
— KKÍ (@kkikarfa) June 27, 2018
Liðin hafa verið við æfingar í dag á keppnissvæðinu en líkt og síðustu ár er aðstaðan frábær til æfinga og keppni. Andstæðingar morgundagsins verða Finnar sem unnu þrjú gull og eitt silfur á síðasta móti og því ljóst að verkefnið er ærið á fyrsta degi.
Karfan.is er á svæðinu og mun gera mótinu góð skil beint frá Finnlandi. Umfjallanir, myndir og viðtöl úr öllum leikjum Íslands auk annarra fregna. Allir leikirnir eru í beinni útsendingu á Youtube rás Finnska körfuboltasambandsins sem er einnig með lifandi tölfræði frá öllum leikjum.
Hægt er að nálgast lifandi tölfræði á basket.fi.
Hægt er að nálgast beina útsendingu á Youtube.