ÍR hefur samið við króatíska skotbakvörðinn Mladen Pavlovic um að leika með liðinu á komandi tímabili. Pavlovic er 193 cm, 29 ára gamall leikmaður með þónokkra reynslu úr deildum Evrópu þar sem hann hefur spilað í LEB Gold á Spáni og í efstu deild í Serbíu. Lék hann á síðasta tímabili með KK Metalac í Serbíu þar sem hann skilaði 15 stigum, 6 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 stolnum boltum að meðaltali í leik.

 

Leikbrot:

Fréttatilkynning: