Nýr þjálfunar þáttur af Podcasti Karfan.is er kominn í loftið. Þar er rætt við Kristjönu Eir Jónsdóttur, þjálfara yngri flokka Keflavíkur, aðstoðarþjálfara U-16 stúlkna og aðalþjálfara U-14 stúlkna. Elja er til umræðu og hvernig leikmenn geti þjálfað það upp í sér sem og hvernig það skilar sér inni á vellinum.

 

Þjálfarar Keflavíkur og sigurvilji Keflvíkinga ber á góma og við ræðum hvaða hlutverki tölfræði ætti að gegna hjá leikmönnum og þjálfurum. Kristjana talar um hvernig ætti að verja æfingatíma og hvað vantar í körfubolta á Íslandi. Að lokum ræðum við það að hætta að svekkja sig og hvað leikmenn og þjálfarar ættu að gera yfir sumarið.

Umsjón: Helgi Hrafn Ólafsson

 

Þátturinn er einnig á iTunes

00:30 – Kristjana ræðir Keflavík og liðin þar
02:35 – Hvað er elja og hvers vegna skiptir hún máli?
05:35 – Kristjana útskýrir eljuna í Keflavík (og frákastarýrð).
07:45 – Áhrifamesti þjálfarinn sem fæstir vita af.
10:40 – Hlutverk tölfræði fyrir leikmenn og þjálfara.
12:40 – Góðir varnarmenn leyna á sér. Hvað má ganga langt?
16:00 – Hvernig skal verja tímanum á æfingum og uppáhaldsvarnardrillur Kristjönu.
20:30 – Hvað vantar í körfuboltann á Íslandi?
23:10 – Hættið að svekkja ykkur á því sem þið fáið ekki breytt.
24:20 – Áherslur Kristjönu á æfingum og mikilvægi styrktarþjálfunar
27:25 – Lokaskilaboð Kristjönu út í sumarið.