Kristen McCarthy hefur framlengt samning sinn við Snæfell og mun því áfram leika með liðinu í Dominos deild kvenna á komandi leiktíð. Þetta var staðfest á heimsíðu félagsins fyrr í dag.

 

Kristen kom til liðs við Snæfell á ný fyrir síðustu leiktíð og skilaði 29,2 stigum, 13,4 fráköstum og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hún setti tvisvar á tímabilinu 50 stig eða meira fyrir lið Snæfells sem endaði í sjötta sæti deildarinnar. Kristen lék þar áður með Snæfell fyrir nokkrum árum er liðið varð Íslandsmeistari. 

 

Í tilkynningu Snæfells segir: „Kristen hefur ekki síst reynst Snæfellsfjölskyldunni mikilvæg utan vallar og er það því með miklu stolti sem körfuknattleiksdeildin tilkynnir áframhaldandi samstarf.“

 

Ljóst er að einhverjar breytingar verða á liði Snæfells yfir sumartímann en Ingi Þór Steinþórsson verður ekki með liðið áfram eftir níu ára veru. Hann hefur tekið við liði KR í Dominos deild karla. Óljóst er hver eftirmaður Inga verður hjá Snæfell en ljóst er að Kristen verður áfram í herbúðum liðsins.