Körfuboltabúðir UMFH fara fram á Flúðum helgina 13.-15. júlí næstkomandi. Búðirnar eru ætlaðar körfuboltakrökkum fædd árin 2001 til 2011 en það er skipt í hópa eftir aldri. 

 

Námskeiðisgjald er 8500 kr en innifalið í verðinu eru sundferðir og grillveisla. Skráning fer fram á umfhkarfa@gmail.com. Árni Þór Hilmarsson heldur utan um skráningu og svarar fyrirspurnum. Skráning stendur til 5. júlí. 

 

Þjálfarateymið er ekki af verri endanum frekar en áður í búðunum. Þjálfarar verða eftirfarandi: Árni Þór Hilmarsson, Chris Caird, Daníel Guðni Guðmundsson, Florijan Jovanov, Karl Ágúst Hannibalsson, Margrét Ósk Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir og Ægir Þór Steinarsson. 

 

Frekari upplýsingar má finna á facebook síðu Hrunamanna hér.