Powerrade körfuboltabúðirnar fara fram þessa dagana í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Þær hófust síðasta mánudag og standa til fimmtudags.  

 

Þátttakendur voru áhugasamir körfuboltastrákar og stelpur á aldrinum 12 til 18 ára. ÞessI ungmenni nutu handleiðslu færa þjálfara sem þjálfa í búðunum og létu þau vel af búðunum. 

 

Þjálfarar voru Oddur Benediktsson, David Prachett, Árni Eggert Harðarson, Raggi Nat, Helena Sverrisdóttir og margir fleiri. Að ónefndum Ágústi Björgvinssyni yfirþjálfara og umsjónarmanni sem séð hefur um körfuboltabúðirnar síðustu 17 ár.

 

Í ár var frábær skráning og svo gott sem uppbókaður.  Ríflega 130 ungmenni voru skráðir sem er með því mesta sem verið hefur. Umtalað var að liðsandinn hafi verið gríðarlegur þrátt fyrir að þáttakendur hafi komið úr öllum áttum.

 

Eins og gefur að skilja er keppnisskapið alltaf til staðar en þó í heilbrigðu magni. Allir dagarnir enda á að ungmennin spila í liðum og því ekkert gefið eftir. Körfuboltabúðirnar hafa skipað sér sess í sumarstarfi körfuboltaiðkanda og nær vonandi að halda sínu striki á næstu árum. 

 

Karfan.is leit við og tók nokkrar myndir af æfingu kvöldsins. Væntanlegt er á síðuna á næstu dögum myndband af æfingabúðunum þar sem þátttakendur voru teknir tali og sjá má svipmyndir af æfingunum. 

 

Myndasafn af æfingabúðunum má finna hér.