Blaðamaður Karfan.is er fyrir vestan í körfuboltabúðum Vestra og er að taka stutt og laggóð viðtöl við þjálfara sem eru þar að taka þátt. Enn annar þjálfunarþáttur af Podcasti Karfan.is er því kominn í loftið. 

Þar er rætt við Jóhannes Albert Kristbjörnsson, Njarðvíking og reynslubolta, bæði sem leikmaður og þjálfari. Jói talar um eftirminnilega tapleiki og hvaða lærdóm megi draga af þeim. Einbeiting leikmanna sem og þjálfara ber á góma og við ræðum leikmenn sem hafa einstaka einbeitingu.

 

Áhrifamiklir þjálfarar eru umtalsefni og hvernig við kunnum stundum ekki að meta þá fyrr en seinna meir. Sköpunargáfa er eitthvað sem að Jói leitar oft eftir og hann bendir á skapandi leikmenn og hvernig hann telji að leikmenn geti verið meira skapandi. Metnaður, styrkur og fótavinna eru rædd stuttlega og að lokum skila Jói síðan eftir skilaboð til leikmanna og þjálfara fyrir sumarið.

Umsjón: Helgi Hrafn Ólafsson

 

Þátturinn er einnig á iTunes

00:30 – Njarðvíkingurinn Jói og lærdómurinn af tapleikjum.
04:00 – Einbeiting og að þjálfa upp betra hugarfar.
09:45 – Áhrifamesti þjálfarinn/kennarinn sem fæstir vita af.
12:30 – Ást Jóa á sókn og sköpunargáfunni á bak við hana.
14:05 – Skapandi leikmenn og mikilvægi góðrar boltatækni.
16:00 – Algengustu tímaþjófarnir á æfingum erum við sjálf.
18:00 – Seinasta bókin sem Jói las; pössum upp á styrktarþjálfun
19:50 – Finnið ástæðu til að mæta á æfingu, ekki öfugt.
21:10 – Fótavinna skiptir máli, þessi leikur snýst stundum um nokkra sentímetra.
24:00 – Ekki dunda ykkur í sumar, mætið einbeitt á æfingar.

 

Mynd / Frá körfuboltabúðum Vestra